Leita í fréttum mbl.is

Hvernig væri að "endurvekja" LEXÍU aftur

Þó ekki væri nema fyrir okkur. Hittast eina helgi, stilla upp, drekka svolítið af bjór, grilla góðan mat og síðast en ekki síst; jamma út í eitt, gamla prógrammið okkar og fl. Jafnvel ný lög, ef einhver á það í handraðanum. Við kæmum betri menn út úr þeirri helgi, það er ég viss um. Og engar skuldbindingar um að spila á balli eða tónleikum, ef  svo ólíklega vildi til að fyrirspurn um slíkt kæmi upp á borðið, þá væri hún bara veginn og metinn og meirihlutinn ræður, eins og alltaf !!! Cool

Böll framundan ?

Hvernig er það, eru ekki eitthvað af böllum framundan hjá okkur. Þorrablótið á Hvammstanga ( það var nú búið að handsala það á Grettishátíðinni í haust). Þorrablót á Blönduósi, Þorrablót á Patreksfirði og fl. Ball í Feilagsheimilinu á Blönduósi um páskana t.d. e.kl. 24.00 á föstudaginn langa. Hver er í þessum málum hjá okkur, ræða við fólk og bjóða bandið á stórdansleiki, skemmtanir og böll.

Hver er "UMBOÐSMAÐUR" hjá Lexíu Whistling


Gleðilegt ár

lexia_jolakort_762910.jpg

Næst er það afmælishátíð UMF Grettis

Næst er það afmælishátíð UMF Grettis sem haldin verður laugardaginn 8. nóvember n.k.

Það er að heyra á þeim Miðfjarðarmönnum sem ég hef heyrt í að þetta verði ein rosaleg hátíð þar sem öllu verður til tjaldað.


Lexía á Laugarbakka um verslunarmannahelgina

Næst á dagskrá ! Lexía á Laugarbakka n.k. sunnudagskvöld. Það verður þrumustuð og eins og lesa má hérna þá er eigum við að fá fólk til að endurlifa múskíksöguna í gegn um fótafimi ýmiskonar. Okkur verður nú ekki skotaskuld úr því félögunum.

Myndasíða Jóns Sig.

Endilega kíkið á myndasíðu Jóns Sig. á Blöndósi. Fullt af myndum af Húnavökunni. M.a. af LEXÍU í fullum skrúða á sviði. Svo getið þið flett á milli albúma efst til hægri og valið "önnur albúm".

Nýtt LEXÍU lag á tólistarspilaranum

Kíkið á þetta. Var spilað um helgina á tónleikum á Blönduósi. Einnig í útvarpinu og sjónvarpinu á föstudagskvöldið. Alveg þrusu flott lag. Sumarsmellurinn 2008

Allir orðnir spenntir ?

Já, nú eru bara 2 dagar í Húnavökuna 2008.

20080527095251520


Næsta síða »

Höfundur

Hljómsveitin LEXÍA
Hljómsveitin LEXÍA
LEXÍA
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Tónlist

Lög og textar

Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.

  • - 02-Síðasta halið
  • LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
    Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband