9.3.2008 | 17:41
Sunnudagur við píanóið
Jæja strákar. Þessi sunnudagur hjá mér fór að nokkru leiti fram við píanóið. Eftir að hafa hlustað á þáttinn í gær eru þessi lög búinn að hljóma í hausnum á mér í allan dag. Þannig að ég settist niður og viti menn...lögin voru ekki lengi að verða til í tónum aftur. Bara eins og ég hefði spilað þau á balli í gær. Nú þarf bara að ákveða tóntegundir og VOILA, málið dautt. Joe
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 23:08
LEXÍA í útvarpi allra landsmanna
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 23:35
Fyrsti fundur/hittingur hjá meðlimum sveitarinnar í 25 ár
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2008 | 22:30
Lagalistinn
Jæja piltar. Nú er bara að leggja höfuðið í bleyti og rifja upp lögin okkar. Setja inn nafn á lagi og flytjanda. Svo virkja ég tónlistaspilarann þegar ég er búinn að fá lögin á stafrænu formi.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.3.2008 | 23:00
Þegar austrið og vestrið sameinuðust
Ævintýrið byrjaði snemma vors 1981 hjá mér og Jóni Sverris.
Þá hafði Lexía nýverið lokið upptökum og útgáfu á plötu með lögum eftir Marinó Björnsson.
Tveir af meðlimum sveitarinnar, sem tóku upp með þeim hættu og vantaði þá gítarleikara og hljómborðsleikara í sveitina. Búið að var bóka mikið þetta sumarið og átti að fylgja plötunni eftir með spileríi allt sumarið.
Við Jón mættum á okkur fyrstu æfingu vestur á Laugarbakka á miðvikudagskvöldi. Prógrammið keyrt á fullu og nýju lögin æfð. Við spiluðum síðan með Lexíu á okkar fyrsta balli; á föstudagskvöldinu í Búðardal. Já þá voru menn nú ekkert að víla þetta fyrir sér. Tvær æfingar og sveitinni ballfær. Þarna voru líka úrvals menn á ferðinni, því ásamt mér og Jóni Sverrissyni, voru þarna trommarinn þétti frá Bjargi í Miðfirði, Axel Sigurgeirsson, kennarinn úr Laugarbakkaskóla, Marinó Björnsson og svo auðvita aðalkallinn og söngvarinn, sjálfur Ragnar Jörundsson.
Þetta sumar ´81, og sumarið ´82, var hljómsveitin LEXÍA langmest auglýsta ballsveit landsins. Við spiluðum nánast allar helgar, oft bæði föstudag og laugardag. Í einum af okkar fræga vestfjarðartúrum þá spiluðum við miðvikud. 16. júní á Suðureyri, fimmtud. 17. júní á Þingeyri, föstud. 18. júní á Bíldudal (eða Patreksfirði), og laugard. 19. júní í félagsheimili sem er í Dölunum (man ekki alveg hvað það heitir).
Svona var þetta nú. Þarna var á ferðinni hörkuband, eitt það besta sem ég hef spilað með. Við vorum vel græjaðir og það orð fór af sveitinni að sándið væri alveg pottþétt. Ég held meira að segja að þetta sé eina hljómsveitin sem ég hef spilað með sem var með sitt eigið sánd.
Meira seinna,
kveðja
Jóhann Örn Arnarson
Tónlist | Breytt 8.3.2008 kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2008 | 22:12
Hljómsveitin LEXÍA
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Tónlist
Lög og textar
Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.
- - 02-Síðasta halið
-
LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar