Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tónlist

Húnavaka 2008 - dagskráin

20080604195547573

Hérna getið þið séð dagskrána á Húnavökunni.

Hvet ykkur til að taka með kassagítarinn og taka þátt í að slá íslandsmetið í fjöldakassagítarleik á laugardagskvöldinu. 


Frábær dagur í dag, - æfing í 9 klst.

Þetta gekk bara fínt hjá okkur í dag. Allir mættir í Melaskólann þar sem við höfðum æfingaaðstöðu í dag. Við byrjuðum um kl. 10.00 og enduðum rétt fyrir kl. 19.00. Allt prógrammið tekið í gegn. Það sem helst bar til tíðinda er að við vorum að æfa NÝTT lag. Já, segi og skrifa, nýtt LEXÍU lag. Nú þarf bara að koma því á stafrænt form og henda inn á netið, senda útvarpsstöðvunum lagið og BINGÓ,,, sumarsmellurinn 2008 kominn í loftið... Whistling


Fékk þennan póst í dag

Sæll Jóhann og takk fyrir skemmtilegt viðtal, geri fastlega ráð fyrir því að við spilum viðtalið á Rás 1 á þriðjudagsmorgunn milli 11-12 og hluta úr viðtalinu einnig í svæðisútvarpinu þann sama dag.

Kær kveðja
Hilda Jana

Þar hafið þið það, allir að hlusta á RÁS 1 á þriðjudaginn. 


Útvarpsviðtal hjá RUVAK

Ég var drifinn í útvarpsviðtal í dag. Hilda Jana tók við mig viðtal í stúdíói 101 á Akureyri í dag. Hún var að spyrjast fyrir um þessa óvenjulegu "upprisu" Lexíu og fleira tengt Húnavökunni 2008. Ég held að ég hafi ekki sagt neitt sem ekki má koma fram í dagsljósið, en tjáði henni þó að sennilega verður sjokkið hjá okkur mest við það að sjá; að allar grúppíurnar eru orðnar ömmur núna,,,! Tounge

Annars verður þetta viðtal spilað á þriðjudag eða miðvikudag, hélt hún. Þeir sem ekki ná Útvarpi Norðurlands geta hlustað á viðtalið á svæðisútvarpinu á netinu. Kv, Joe Cool


Marinó komst í "feitt" í gær

Já hann Marinó bankaði upp á hjá mér um kl. 21.00 í gærkvöldi. Honum var tekið fagnandi og það vildi svo til að konan hafði nýlokið við að baka þessa líka indælu kanilsnúða með súkkulaði á. Þetta bakkelsi, ásamt norðlensku Braga kaffi var skellt á borðið og þar með ætluðum við aldrei að losna aftur við Marinó...Wink En hann gaf sig þegar byrgðir þrutu og fór heim um 1 leitið. Við spjölluðum margt og mikið og fórum aðeins í gegn um lögin og gekk það bara vel. Stefnan er að hittast svo um aðra helgi, skilst mér og æfa bæði ballprógramm og Lexíuprógramm. Ég mæti. Cool

NÚ eru bara þrjár vikur til stefnu

Marinó að koma norður í Eyjafjörðinn og Raggi Kalli lika, skilst mér. Þannig að við eigum vonandi eftir að hittast og taka lagið saman, við þrír að Löngumýri 1 sem er heima hjá mér. Svo held ég að Jón sé að koma til landsins á morgun þannig að þetta á allt eftir að smella. Æfa þarf ballprógrammið hjá honum Skúla og vinna aðeins við það, ásamt upprifnun fyrir LEXÍU lögin sem við vorum búnir að gera klár.

Mér bara brá !

Já, ég var að kíka á netið í kvöld og auðvita skoðaði ég LEXÍU síðuna. Sá þar að það eru aðeins 33 dagar í Húnavökuna. 33 dagar... Maður er bara orðin spenntur. Eru ekki allir að æfa sig heima ? Svo þurfum við að fara að finna tíma í eitt eða tvö rennsli. Kv, Joe Cool

LEXÍA á poppmynjasafn

Bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Raggi Jör, skrapp bæjarleið til Jóns Kr. Ólafssonar stórsöngvara á Bíldudal og færði honum áritaða Lexíuplötu. Hann var hæstánægður. Hann er með merkilegt safn platna og sögusafn undir nafninu „Mellodíur minninganna“.  Lexíu platan verður örugglega höfð í öndvegi  á safninu hjá honum.

 Þeir eru flottir þarna saman, Jón Kr. Ólafsson og Ragnar Jörundsson

 IMG_5664


Jæja, hvernig komu menn undan æfingunum

Allir búnir að ná sér að mestu og æfa sig heima í gríð og erg. Ekki satt. Maður er nú bara svona rétt að lufsast upp með hljóðfærin og ætlaði að stilla upp og tengja hjá mér í dag, en það var 20° hiti á Akureyri í dag, þannig að ég sat bara út á palli með kaffibollann og hafði það næs. Þegar verðrið er svona gott detta manni nú fyrst í hug útitónleikar. Fór fyrir tveimur árum fram að Hrauni í Öxnadal til að hlusta á SigruRós undir berum himni. Það var magnað. Við gætum alveg búið Lexíulögin í þannig búning og spilað undir berum himni.... eða það held ég.....Kv. Joe

Ógleymanleg helgi á Laugarbakka

Við komum saman félagarnir núna um s.l. helgi.

Spenningurinn var mikill, sumir okkar voru að hittast og sjást aftur eftir 25 ár.

Marinó og Raggi Kalli komu á föstudagskvöldið, stilltu öllu upp og gerðu klárt.

Mér tókst loks að vekja þá um kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Stuttu seinna komu Raggi Jör og Jón Sverris í hús og bóndinn frá Bjargi kom um hádegi.  Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt framar vonum. Þrátt fyrir að menn væru lítið eitt ryðgaðir til að byrja með. Fljótlega náðum við vel saman og komumst að því að við höfðum engu gleymt, heldur þvert á móti, okkur fannst við ennþá betri en áður J.

Þessi óvenjulega heimsókn Lexíu á fornar slóðir var fljót að spyrjast út um sveitina. Fyrr en varði fór fólk að týnast inn í félagsheimilið Ásbyrgi til að kasta á okkur kveðju. Við héldum um tíma að við yrðum að læsa húsinu til að fá frið fyrir æstum aðdáendum.  Þá mætti ein virðuleg frú frá Hvammstanga með stórt fat fullt af rjómapönnukökum handa okkur, og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.

Við gáfum okkur tíma til að grilla um kvöldið og svo var keyrt áfram. Um miðnætti þurfti Raggi Jör að yfirgefa okkur og þá fór Axel aftur heim í sauðburðinn. Við hinir vorum eftir og spiluðum til kl. 3.00 um nóttina. Þá var að baki 16 klst. törn og menn orðnir frekar lúnir. Við drifum okkur í kojur og upp kl. 9.00 morguninn eftir og þá var farið í að fínpússa hlutina. Við tókum síðan saman og þessu lauk um hádegi á sunnudeginum. Komið að kveðjustund. Fyrir suma hefði þessi hittingur, einn og sér, verið nóg, en við ætlum að koma eitthvað saman aftur og spila á einhverjum tónleikum í sumar, ef viðunandi tilboð berast.

Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir og vona að þið njótið vel.

Kv, Jóh.Örn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hljómsveitin LEXÍA
Hljómsveitin LEXÍA
LEXÍA
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Tónlist

Lög og textar

Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.

  • - 02-Síðasta halið
  • LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
    Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband