27.4.2008 | 00:44
Kíkið á lögin á tónlistaspilaranum
Nú eru lögin að tínast inn eitt af öðru. Þetta var aðeins meira vesen en ég hélt, því ég vildi fá lögin inn í réttri röð og með réttu nafni, en þetta tókst að lokum. Njótið vel. Kv, Joe
Eldri færslur
Tónlist
Lög og textar
Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.
- - 02-Síðasta halið
-
LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Spurt er
Hverjir eiga plötuna, (gamla vínilinn), með LEXÍU frá því árið 1982
Athugasemdir
Ef einhver vill fá þessi lög á MP3 formi, þá get ég sent þau í tölvupósti til viðkomandi. Bara að setja inn komment hérna með tölvupósti og ég sendi þau. Fínt að setja þau í MP3 spilarann áður en farið er í ræktina
Hljómsveitin LEXÍA, 27.4.2008 kl. 00:47
Sælir allir lesendur!
Flott síða hjá þér Jói. Ég fékk sendiniguna líka frá Marinó. Ég talaði vð hann í gær og spurði hann hvort hann hafi nauðsynlega þurft að senda lögin á kasettu? Þó svo að við ætlum að koma saman eftir rúmlega 20 ár þá mætti alveg lesa þessi llög á CD. Ég hef ekki átt kasettutæki í 20 ár -suk!!!-.
Ég fór í afmælisveislu í félagsheimilinu á Hvammstanga sl. laugardag og ávarpaði afmælisbörnin (2x 60 ára) og auglýsti um leið að Lexía kæmi saman í sumar á Húnavöku og vonandi á Hvammstanga líka. Meira að segja tók ég eitt lag, Verðbólguvögguvísuna, með heimagerðri hljómsveit á staðnum. Ella Sigurgeirsd. var á píanóinu svo ég treysti því að það gengi upp. Það gekk brilljant og var gerður góður rómur. Í veislunni voru um 300 manns. Það var gaman að heyra hve fólku tók vel undir, sérstaklega í viðlaginu.
Heimsótti Axel sem var hinn brattasti og frétti ég að hann hafi tekið í trommur fyrir stuttu og hafi engu gleymt. Hann sagði meira að segja að myndi skáka okkur öllum. Góður!!!!!!! Það verður erfitt fyrir mig að hitta ykkur fyrr en eftir 15. maí en ég ætla að reyna að hitta Marinó og ætlar hann að "tónsetja" mig. Röddin hefur sjálfsagt eitthvað breyst og lækkað o.s.frv.
Það verður gaman að hittast og yngjast upp VÁ!!!!!!!!!!!!!
Kv. R.Jör
Ragnar Jörundsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:33
Það er gott að vita að fingurinir séu að liðkast þarf ekki olíuhreinsistöð) svo að hægt sé að telja í. Ég er til að halda Húnverskt kvöld á Salatbarnum í haust og þá væri gaman að hafa Lexíu sem aðal númerið.
Annars flott hjá ykkur strákar(hóst hóst).
Ingvar salat
Ingvar Helgi Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 00:27
Sælir allir.
Þetta er meiri háttar að sjá að menn eru farnir að liðka sína útlimi ,reindar hver í sínu horni ennþá .það er frábært að fylgjast með bið að heilsa öllum .
Kveðja Torfi Gunnþórsson
Torfi Gunn (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:11
Heilir og sælir.
Þá er komið að því. Fyrsta samæfing LEXÍU er fyrirhuguð dagana 16. og 17. maí. Félagsheimilið Ásbyrgi er frátekið fyrir okkur svo að nú er hægt að fara að telja í. Gistiaðstaða er á staðnum, eldunaraðstaða, útigrill,og heitir pottar. Nánari upplýsingar í tölvupósti.
Bestu kveðjur til allra sem lesa þessa pistla. Marinó
Marinó Björnsson (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:01
Maður er í algjöru ,,flashbakki". Gaman að þessu!
Kær kveðja,
Maja Ragnars.
María Ragnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 19:31
Gaman af.....
María Ragnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.