19.5.2008 | 22:16
Ógleymanleg helgi á Laugarbakka
Við komum saman félagarnir núna um s.l. helgi.
Spenningurinn var mikill, sumir okkar voru að hittast og sjást aftur eftir 25 ár.
Marinó og Raggi Kalli komu á föstudagskvöldið, stilltu öllu upp og gerðu klárt.
Mér tókst loks að vekja þá um kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Stuttu seinna komu Raggi Jör og Jón Sverris í hús og bóndinn frá Bjargi kom um hádegi. Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt framar vonum. Þrátt fyrir að menn væru lítið eitt ryðgaðir til að byrja með. Fljótlega náðum við vel saman og komumst að því að við höfðum engu gleymt, heldur þvert á móti, okkur fannst við ennþá betri en áður J.
Þessi óvenjulega heimsókn Lexíu á fornar slóðir var fljót að spyrjast út um sveitina. Fyrr en varði fór fólk að týnast inn í félagsheimilið Ásbyrgi til að kasta á okkur kveðju. Við héldum um tíma að við yrðum að læsa húsinu til að fá frið fyrir æstum aðdáendum. Þá mætti ein virðuleg frú frá Hvammstanga með stórt fat fullt af rjómapönnukökum handa okkur, og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Við gáfum okkur tíma til að grilla um kvöldið og svo var keyrt áfram. Um miðnætti þurfti Raggi Jör að yfirgefa okkur og þá fór Axel aftur heim í sauðburðinn. Við hinir vorum eftir og spiluðum til kl. 3.00 um nóttina. Þá var að baki 16 klst. törn og menn orðnir frekar lúnir. Við drifum okkur í kojur og upp kl. 9.00 morguninn eftir og þá var farið í að fínpússa hlutina. Við tókum síðan saman og þessu lauk um hádegi á sunnudeginum. Komið að kveðjustund. Fyrir suma hefði þessi hittingur, einn og sér, verið nóg, en við ætlum að koma eitthvað saman aftur og spila á einhverjum tónleikum í sumar, ef viðunandi tilboð berast.
Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir og vona að þið njótið vel.
Kv, Jóh.Örn.
Eldri færslur
Tónlist
Lög og textar
Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.
- - 02-Síðasta halið
-
LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var að bera saman myndirnar og myndir af albúminu Magnað
G.Frímann (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 09:43
Sælir félagar
Þetta er alveg sérlega glæsilegur hópur.
Kveðja Torfi
Torfi Gunnþórsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 13:18
Þið eruð alveg mega flottir og mikið verður gaman að sjá og heyra í ykkur á Húnavökunni, það verður alveg milljón.
Kær kveðja, Viktoría (dóttir Jóa)
Viktoría Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.