26.6.2008 | 01:22
Marinó komst í "feitt" í gær
Já hann Marinó bankaði upp á hjá mér um kl. 21.00 í gærkvöldi. Honum var tekið fagnandi og það vildi svo til að konan hafði nýlokið við að baka þessa líka indælu kanilsnúða með súkkulaði á. Þetta bakkelsi, ásamt norðlensku Braga kaffi var skellt á borðið og þar með ætluðum við aldrei að losna aftur við Marinó...
En hann gaf sig þegar byrgðir þrutu og fór heim um 1 leitið. Við spjölluðum margt og mikið og fórum aðeins í gegn um lögin og gekk það bara vel. Stefnan er að hittast svo um aðra helgi, skilst mér og æfa bæði ballprógramm og Lexíuprógramm. Ég mæti.
Eldri færslur
Tónlist
Lög og textar
Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.
- - 02-Síðasta halið
-
LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Spurt er
Hverjir eiga plötuna, (gamla vínilinn), með LEXÍU frá því árið 1982
Athugasemdir
Æfa um næstu helgi
Gítar og bassaleikur var æfður í dag, sunnudag.
Gítar fór ekki á bakið en rauðu stuttararnir eru komnir í hús.
FFFFFFfffffurðulegt þær eru of stórar.
Gítarsláttur verður æfður n.k. þriðjudag og miðvikudag.
Nýtt Lexíulag er komið á koppinn og er búið að æfa raddir.
Áætlað er að Patrekur oil-ráðherra syngi lagið er það fjallar
um hreinsun jarðar.
Kveðja
Jón og Össur
Jón-sen (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 23:50
Ágætu herramenn í Lexíu!
Gaman að heyra að þessi ágæta hljómsveit er tekin til starfa á ný, þetta yngdi mann um 30-40 ár!! Ég er sem sé gamall nemandi Marinós og Guðmundar Þórs, sem var í bandinu á sínum tíma. Kannski hefur maður verið þeim innblástur í einhverjum lögum, líklega ekki gefið upp.
Get því miður ekki mætt á Húnavökuna, en sendi mínar bestu kveðjur til ykkar í bandinu og hvet ykkur til að setja Ísbjarnarblús á lagalistann :-)
Svanhildur Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.