Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
28.5.2008 | 00:37
LEXÍA á poppmynjasafn
Bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Raggi Jör, skrapp bæjarleið til Jóns Kr. Ólafssonar stórsöngvara á Bíldudal og færði honum áritaða Lexíuplötu. Hann var hæstánægður. Hann er með merkilegt safn platna og sögusafn undir nafninu Mellodíur minninganna. Lexíu platan verður örugglega höfð í öndvegi á safninu hjá honum.
Þeir eru flottir þarna saman, Jón Kr. Ólafsson og Ragnar Jörundsson
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 00:11
Jæja, hvernig komu menn undan æfingunum
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 22:16
Ógleymanleg helgi á Laugarbakka
Við komum saman félagarnir núna um s.l. helgi.
Spenningurinn var mikill, sumir okkar voru að hittast og sjást aftur eftir 25 ár.
Marinó og Raggi Kalli komu á föstudagskvöldið, stilltu öllu upp og gerðu klárt.
Mér tókst loks að vekja þá um kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Stuttu seinna komu Raggi Jör og Jón Sverris í hús og bóndinn frá Bjargi kom um hádegi. Það er skemmst frá því að segja að þetta gekk allt framar vonum. Þrátt fyrir að menn væru lítið eitt ryðgaðir til að byrja með. Fljótlega náðum við vel saman og komumst að því að við höfðum engu gleymt, heldur þvert á móti, okkur fannst við ennþá betri en áður J.
Þessi óvenjulega heimsókn Lexíu á fornar slóðir var fljót að spyrjast út um sveitina. Fyrr en varði fór fólk að týnast inn í félagsheimilið Ásbyrgi til að kasta á okkur kveðju. Við héldum um tíma að við yrðum að læsa húsinu til að fá frið fyrir æstum aðdáendum. Þá mætti ein virðuleg frú frá Hvammstanga með stórt fat fullt af rjómapönnukökum handa okkur, og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Við gáfum okkur tíma til að grilla um kvöldið og svo var keyrt áfram. Um miðnætti þurfti Raggi Jör að yfirgefa okkur og þá fór Axel aftur heim í sauðburðinn. Við hinir vorum eftir og spiluðum til kl. 3.00 um nóttina. Þá var að baki 16 klst. törn og menn orðnir frekar lúnir. Við drifum okkur í kojur og upp kl. 9.00 morguninn eftir og þá var farið í að fínpússa hlutina. Við tókum síðan saman og þessu lauk um hádegi á sunnudeginum. Komið að kveðjustund. Fyrir suma hefði þessi hittingur, einn og sér, verið nóg, en við ætlum að koma eitthvað saman aftur og spila á einhverjum tónleikum í sumar, ef viðunandi tilboð berast.
Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir og vona að þið njótið vel.
Kv, Jóh.Örn.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2008 | 23:28
Nýjar myndir væntanlegar inn á morgun...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2008 | 00:07
Maður er bara orðin spenntur,,,,,
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2008 | 01:29
Hérna eru öll lögin, nema eitt, á Youtube. Gaman að þessu.
Setti saman lista með öllum lögunum sem eru á "Ballprógrammi LEXÍU 2008" eins og kasettan frá Marinó segir til um. Nú getum við smellt á linkinn og hlustað á lögin. Sniðugt, ekki satt.
Rock´n roll is king:
http://www.youtube.com/watch?v=rZWXnkfZ-bY
Let your love flow:
http://www.youtube.com/watch?v=WKSNHcsqqKM
It´s o easy: (Reyndar remix af laginu hennar, en hefur þetta allt).
http://www.youtube.com/watch?v=_9YaxRaUHko
Walk of life:
http://www.youtube.com/watch?v=HrjBddCTCmk
Twisting by the pool:
http://www.youtube.com/watch?v=p5WWs3kgwpg
In your letter:
http://www.youtube.com/watch?v=aAE4eLagRMQ
Down on the corner: (Hér er orginalin)
http://www.youtube.com/watch?v=9ICmGKFz94Q
Have you ever seen the rain:
http://www.youtube.com/watch?v=TS9_ipu9GKw
If youre going to San Fransico: (Vorum við með þetta lag ? )
http://www.youtube.com/watch?v=PinGgvMvXhY
Marie Marie:
http://www.youtube.com/watch?v=cxEJF6uZJ0A
Down under:
http://www.youtube.com/watch?v=DNT7uZf7lew
Join to the world: (Fann þetta ekki ! )
Do you belive in love: (Hérna er kallinn í sínu besta formi)
http://www.youtube.com/watch?v=6f9nv6HOLM0
Mona Lisa: ( Þetta er líka orginalinn) ! Við vorum nú með þetta rokkaðri útsetningu, ef ég man rétt.
http://www.youtube.com/watch?v=fxEmnxiUz8w
You drive me crazy:
http://www.youtube.com/watch?v=FQ2o5Apl2UU
Take it easy:
http://www.youtube.com/watch?v=Ik2RmsvO99E
Lyin eyes:
http://www.youtube.com/watch?v=UvU6X7S41F4
Peaceful easy living:
http://www.youtube.com/watch?v=KvBQ23jLdIM&feature=related
Hold on tight: ( Og hér er rokkið eins og það gerist best, eða þannig sko)
http://www.youtube.com/watch?v=8TLmpL2AzLs
La Bamba:
http://www.youtube.com/watch?v=Coy8Hoa1DNw
Og þessu vil ég endilega bæta við:
Hold the line:
http://www.youtube.com/watch?v=9f-cEM1l7Ks
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.5.2008 | 23:22
Þá er það loksins ákveðið !
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 21:32
Umfjöllun um LEXÍU á Húnahorninu
Jájá, maður fær bara ekki frið fyrir blaðamönnum þessa dagana....hehe
Kíkið á þetta hérna , fín umfjöllun um hljómsveitina.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2008 | 00:34
Hvaða helgi verðum við í "æfingabúðum" ?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 00:12
#2 Önnur æfinginn hjá Lexíu
Jæja piltar. Önnur opinber æfing hjá Lexíu var í dag. Eins og á þeirri fyrstu, var ekki mannmargt á þeirri æfingu, eða aðeins 1. Já, ég fékk píanóið í dag og var auðvita eins og smástrákur að taka upp jólapakkana. Keypti mér líka þennan fína Sennheizer headfone. Dreif mig síðan í að stilla upp og svo var talið í. Konan náði þessum myndum af mér. Ég set inn nokkur hljóðdæmi hérna á síðuna seinna, þarf að læra aðeins betur á þetta dót. Ég sendi ykkur kannski bara "kasettu" hahaha...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Tónlist
Lög og textar
Hérna setjum við upp lagalistan eins og hann var, ásamt viðbótum.
- - 02-Síðasta halið
-
LEXÍA - Lexía - 01-Verðbólguvögguvísa
Þetta var vinsælasta lagið með Lexíu, mest spilað í útvarpinu á sínum tíma og alltaf beðið um þetta lag á böllum.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar